01.05.2016 22:48

Skíðaslútt 2016

Ákveðið að færa slúttið í Íþróttahúsið á Seyðisfirði þar sem veðurspá er ekki hagstæð og skíðasvæðið er ekki tilbúið til að opna.

Aðalfundur hefst 18:00 í sal á efri hæð. 

27.04.2016 12:57

Oddsskarðsmót 12 ára og eldri. Haldið í Stafdal

ATH, MÓTIÐ VERÐUR EKKI

Stefnt er að því að halda mót í Stafdal laugardaginn 30 Apríl.
Þetta er Oddsskarðsmót fyrir 12 ára og eldri sem var eftir. Haldið í Stafdal vegna bilunar í lyftu í Oddsskarði.

27.04.2016 11:14

Slútt 2016

Ákveðið hefur verið að halda Lokahóf SKÍS í Stafdal mánudaginn 2.maí frá kl. 18 - 20.  Samfara slútti verður aðalfundur félagsins haldinn í skíðaskála 18-19.  Dagskrá ( á skíðum ) verður fyrir alla krakka sem hafa verið að æfa í vetur (Ævintýra- og Krílaskóli líka) frá 18-19.  Kl. 19 verður pylsupartý ógurlegt og ofan í það verða krökkunum veittar viðurkenningar.  Þá verður lítilsháttar happadrætti ofl. sprell.

Skíða-amma Skís 2016 verður verðlaunuð og óskast tilnefningar sendar á jes@verkis.is  ( má vera afi líka)

Ath að börn þurfa að vera búin til að vera á skíðum á meðan á aðalfundi stendur og verða þau með þjálfurum.  Dagskrá fundar skv. lögum félagsins.  Hvetjum alla skíðaforeldra og aðra áhugasama skíðamenn til að mæta á fund og taka virkan þátt.

15.04.2016 22:07

Síðustu opnunardagarnir

Nú eru síðustu forvöð að skíða hjá okkur í vetur þar sem komið er að síðust opnunardögunum.

Það verður opið laugardaginn 16. apríl, sunnudaginn 17. apríl og þriðjudaginn 19. apríl ef veður leyfir.
Svo verður opið einn lokadag þegar uppskeruhátíð Skíðafélagsins verður.

Allar lyftur verða opnar um helgina og allar helstu leiðir troðnar. 
15.04.2016 21:38

Æfingin laugardag

Ég næ ekki að vera komin upp í fjall fyrr en 11.45. Þannig að þið skíðið frjálst þangað til ég mæti. Æfingin byrjar 11.45-13.15.

 

Sjáumst hress og kát. 

14.04.2016 22:22

Æfingar föstu og laugardag

Stefnt á auka æfingu hjá hóp B á laugardag kl 11:30-13:00. Allir eiga að vera mættir 11:00 og frískíða fram að æfingu!

13.04.2016 13:06

Mmiðvikudagur

Svig í dag. 

kv Sigga

10.04.2016 08:55

Sunnudagur

Líklega verður fámennt en góðmennt á æfingu í dag. Ég ætla að biðja þá sem eiga bæði svig og stórsvigsskíði að koma með bæði pörin sín. 

 

Kv Sigga

07.04.2016 13:56

Fimmtudagur

stórsvigsskíðin í dag

05.04.2016 22:58

Austurlandsmót 2016 myndir

Myndir frá Austurlandsmóti 2016 komnar inn. 

Vona að enginn hafi orðið útundan

 

 

03.04.2016 21:23

Austurlandsmót - úrslit

Þökkum öllum sem komu í Stafdal í dag, í frábæru veðri.

Úrslit úr Austurlandsmótinu eru komin inn á síðuna hjá okkur undir "Mót og Úrslit"

02.04.2016 11:47

Austurlandsmót uppfærð dagskrá

Sunnudagur 3. apríl svig

 

(Uppfært laugardagurdaginn 2. april, kl. 12)

 

09:00 Númera afhending í Skíðaskálanum.

Opin leikjabraut í gilinu allan daginn.

 

Svig:

09:30 Brautarskoðun, 10 ára og eldri

10:00 Svig 10-13 ára. 

10:45 Svig 14 ára og eldri.

11:30 Brautarskoðun, 9 ára og yngri.

12:00 Svig 9 ára og yngri.

 

Stórsvig:

13:30 Brautarskoðun, 10 ára og eldri.

14:00 Stórsvig 10-13 ára. 

14:45 Stórsvig 14 ára og eldri.

15:30 Brautarskoðun, 9 ára og yngri.

16:00 Stórsvig 9 ára og yngri.

 

Verðlaunaafhending í mótslok

 

Reynt verður að keyra bæði svig og stórsvig hjá öllum aldursflokkum á morgun. Gangi það ekki eftir vegna óviðráðanlegra orsaka verður stórsvig 9 ára og yngri haldið síðar

 
 
Starfsmenn, mæting:
Brautarstarfsmenn mæta 7:30 (mark, start, brautarlagning), tímaverðir tala sig saman vegna mætingar.
Starfsmenn í númeraafhendingu mæta 8:30 (Rannveig, Helga).
Aðrir starfsmenn 9:30

02.04.2016 09:18

Skíðaganga í Stafdal - Fjórþraut

Skíðagöngunni sem átti að vera í dag hefur verið frestað til morguns, sunnudaginn 3.apríl

Göngubrautin er 3 km hringur við allra hæfi. Sporið verður opið frá kl. 13.30 - 16.30 og hægt að ganga hvenær sem er á þeim tíma.
Þeir sem ganga 5 km (tvo hringi eða meira) geta skráð sig í "Fjórðunginn"
Fjórðungur er fjórþraut: sund 400 metrar, hlaup 2,5km, hjólreiðar 10 km og skíðaganga 5 km
Fjórðunginn þarf að klára á innan við 12 mánuðum en innan hvers landfjórðungs.
Þegar Fjórðungi er lokið skal tilkynna sig á Landvaetturin@gmail.com og láta tíma úr þrautunum og dagsetningar fylgja með.
clockhere
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 787274
Samtals gestir: 165586
Tölur uppfærðar: 28.5.2016 18:53:42