26.06.2016 23:03

Auglýst eftir rekstrarstjóra í Stafdal

Starf rekstrarstjóra við skíðasvæðið í Stafdal

Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra við skíðasvæðið í Stafdal. Starfið felst í daglegri umsjón með rekstri skíðasvæðisins sem og starfsmannahaldi svæðsins. Rekstur svæðisins er á hendi Skíðafélagsins í Stafdal (SKIS). Um tímabundna ráðningu er að ræða yfir skíðavertíðina með möguleika á framlengingu. 

Rekstrarstjóri sér m.a. um:

 • Opnun svæðisins að hausti og daglegum rekstri þess út veturinn sem og frágang þess.
 • Viðhald búnaðar sem og tækja. 
 • Ráðningu annarra starfsmanna ásamt verkstýringu þeirra.
 • Troðslu á skíðasvæðinu, lyftuvörslu og önnur störf sem þarf að sinna.
 • Daglegt upplýsingaflæði í gegnum netmiðla og fjölmiðla.

 

Hæfniskröfur:

 • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og metnaður.
 • Reynsla af vinnu með vinnuvélar skilyrði, auk reynslu af viðgerðum og viðhaldi tækja og búnaðar.
 • Réttindi til stjórnunar vinnuvéla og troðara er skilyrði.
 • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnun.
 • Kunnátta í skyndihjálp er kostur

 

Gerður verður samningur um starfið ásamt starfslýsingu. Launakjör eru samkomulag aðila, um fastlaunasamning er að ræða með sveigjanlegum vinnutíma. 

Við mat á hæfi aðila verður tekið tillit til launakrafna sem og hæfniskrafna sem farið er fram á í auglýsingu þessari. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Upplýsingar veitir Hugrún í síma 665 6527 eða á netfangið litluskogar12@simnet.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2016.

Umsókn berist á netfangið litluskogar12@simnet.is., merkt „rekstrarstjóri“. 

 • 1
clockhere
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 806964
Samtals gestir: 169343
Tölur uppfærðar: 24.8.2016 06:13:53