26.06.2016 23:03

Auglýst eftir rekstrarstjóra í Stafdal

Starf rekstrarstjóra við skíðasvæðið í Stafdal

Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra við skíðasvæðið í Stafdal. Starfið felst í daglegri umsjón með rekstri skíðasvæðisins sem og starfsmannahaldi svæðsins. Rekstur svæðisins er á hendi Skíðafélagsins í Stafdal (SKIS). Um tímabundna ráðningu er að ræða yfir skíðavertíðina með möguleika á framlengingu. 

Rekstrarstjóri sér m.a. um:

 • Opnun svæðisins að hausti og daglegum rekstri þess út veturinn sem og frágang þess.
 • Viðhald búnaðar sem og tækja. 
 • Ráðningu annarra starfsmanna ásamt verkstýringu þeirra.
 • Troðslu á skíðasvæðinu, lyftuvörslu og önnur störf sem þarf að sinna.
 • Daglegt upplýsingaflæði í gegnum netmiðla og fjölmiðla.

 

Hæfniskröfur:

 • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og metnaður.
 • Reynsla af vinnu með vinnuvélar skilyrði, auk reynslu af viðgerðum og viðhaldi tækja og búnaðar.
 • Réttindi til stjórnunar vinnuvéla og troðara er skilyrði.
 • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnun.
 • Kunnátta í skyndihjálp er kostur

 

Gerður verður samningur um starfið ásamt starfslýsingu. Launakjör eru samkomulag aðila, um fastlaunasamning er að ræða með sveigjanlegum vinnutíma. 

Við mat á hæfi aðila verður tekið tillit til launakrafna sem og hæfniskrafna sem farið er fram á í auglýsingu þessari. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Upplýsingar veitir Hugrún í síma 665 6527 eða á netfangið litluskogar12@simnet.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2016.

Umsókn berist á netfangið litluskogar12@simnet.is., merkt „rekstrarstjóri“. 

09.06.2016 16:40

Vinnudagur í Stafdal

 

Laugardaginn 11. júní frá kl. 10 - 14 ætlar Alcoa að styrkja vinnu í stafdal og leggja til fjármagn og mannskap. Það væri ósk okkar að þeir foreldrar sem hafa tök á kæmu líka í fjallið þennan dag til aðstoðar því margar hendar vinna létt verk.

 

Það eru ýmis verkefni sem liggja fyrir þennan dag eins og t.d. 

 

 • Lappa upp á og mála skúrinn undir skíðaleiguna. Þessi appelsínuguli skúr er ekki mjög fallegur en með smá vinnu væri hægt að gera hann betri.
 • Þétta og laga tímatökuskúrinn þar sem hann lak í vetur.
 • Klára að taka höldur af efri lyftu.
 • Hreinsa allt rusl af svæðinu.

 

Við hvetjum alla þá sem hafa tök á að mæta og leggja okkur lið hvort sem það er allan tímann eða hluta tímans. Eins geta börnin líka aðstoðað við ruslatýnslu og fleira.

 

Veitingar í boði.

 

01.05.2016 22:48

Skíðaslútt 2016

Ákveðið að færa slúttið í Íþróttahúsið á Seyðisfirði þar sem veðurspá er ekki hagstæð og skíðasvæðið er ekki tilbúið til að opna.

Aðalfundur hefst 18:00 í sal á efri hæð. 

27.04.2016 12:57

Oddsskarðsmót 12 ára og eldri. Haldið í Stafdal

ATH, MÓTIÐ VERÐUR EKKI

Stefnt er að því að halda mót í Stafdal laugardaginn 30 Apríl.
Þetta er Oddsskarðsmót fyrir 12 ára og eldri sem var eftir. Haldið í Stafdal vegna bilunar í lyftu í Oddsskarði.

27.04.2016 11:14

Slútt 2016

Ákveðið hefur verið að halda Lokahóf SKÍS í Stafdal mánudaginn 2.maí frá kl. 18 - 20.  Samfara slútti verður aðalfundur félagsins haldinn í skíðaskála 18-19.  Dagskrá ( á skíðum ) verður fyrir alla krakka sem hafa verið að æfa í vetur (Ævintýra- og Krílaskóli líka) frá 18-19.  Kl. 19 verður pylsupartý ógurlegt og ofan í það verða krökkunum veittar viðurkenningar.  Þá verður lítilsháttar happadrætti ofl. sprell.

Skíða-amma Skís 2016 verður verðlaunuð og óskast tilnefningar sendar á jes@verkis.is  ( má vera afi líka)

Ath að börn þurfa að vera búin til að vera á skíðum á meðan á aðalfundi stendur og verða þau með þjálfurum.  Dagskrá fundar skv. lögum félagsins.  Hvetjum alla skíðaforeldra og aðra áhugasama skíðamenn til að mæta á fund og taka virkan þátt.

 • 1
clockhere
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 184
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 793983
Samtals gestir: 166845
Tölur uppfærðar: 27.6.2016 15:09:14