23.02.2018 20:06

UÍA efst í bikarkeppninniUÍA er með forystu í bikarstigum hjá stúlkum 12-13 ára. 

Eftir góðan árangur á bikarmóti í Bláfjöllum um síðustu helgi er UÍA með 346 bikarstig, 40 bikarstigum meira en SKRR sem kemur næst. Í þessum flokki á UÍA 3 keppendur þær Jóhönnu Lilju, Rósey og Sóldísi Tinnu og rökuðu þær allar til sín stigum sem skiluðu UÍA í toppsætið eftir helgina. 
Það eru 2 mót eftir sem teljast til bikarstiga, næsta mót er í Stafdal 3-4 mars og svo er unglingameistaramótið á Ísafirði rétt fyrir páska.

14.02.2018 15:34

Föstudagur 16-02-2018

Vetrarfrí, vetrtarfrí, vetrarfrí. 
föstudaginn 16-02-2018 verður opið í Stafdal frá kl 14:00 til 20:00

13.02.2018 15:08

ÓtitlaðÞriðjudagur 13-02-2018

Hér í Stafdal var skafrenningur fram eftir degi og lítið hægt að gera í snjótroðslu. Við ætlum að opna kl 17:00 en það er lítið troðið, aðeins 1/2 brautarbreidd upp að mastri 6. Færið er gott bæði á troðanu og ótroðnu svæði. 

05.02.2018 16:18

Lífshlaupið

Nú er Lífshlaupið komið á fullt og vonandi að sem flestir á taki virkan þátt í því skemmtilega verkefni. 
Skíðasvæðið í Stafdal er að sjálfsögðu með í lífshlaupinu og af því tilefni verður frítt á skíði föstudaginn 09-02-2018 frá 17-20. Nú er bara um að gera að skella sér á skíði,emoticonemoticonemoticon

26.01.2018 23:45

Skíðanámskeið fyrir 12 - 99 ára

Ef ekki tekst að opna í dag, föstudaginn 2. febrúar verður seinni hluti námskeiðsins föstudaginn 9. febrúar frá kl. 17 - 19.

 

Föstudaginn 26. janúar og laugardaginn 27. janúar verður boðið upp á skíðanámskeið fyrir 12 – 99 ára.

Námskeiðið er ætlað börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum og þeim sem eru komin lengra í ferlinu. Eins er námskeiðið ætlað fullorðnum byrjendum.

 

Námskeiðið kostar 6000 kr. og er lyftukort innifalið í verðinu þessa tvo daga.

 

Skráning fer fram í gegnum namskeid@stafdalur.is 

 

Til að auðvelda allt skipulag þarf að gefa upplýsingar um færni viðkomandi við skráningu.  

 

·      Föstudagurinn 26. janúar frá kl. 17 - 19

·      Laugardagurinn 27. janúar frá kl. 13 - 15

 

25.01.2018 13:57

Staðan í Stafdal

25-01-2018 
Þegar þetta er skrifað kl 14:00 erum við að vinna á fullu í Stafdal við að koma þeim snjó sem kom núna á réttan stað til notkunnar. Það er ljóst að við náum ekki að opna í dag en höldum áfram svo lengi sem þurfa þykir til að geta opnað á morgunn. 
SNJÓSKAFLA  KVEÐJUR Ú STAFDALNUM. 

19.01.2018 16:55

Föstudagur 19-01-2018

Það er lítill snjór á skíðasvæðinu en snjókoma núna og svo lítill skafrenningur svo við ákváðum að fórna deginum í dag til að taka á móti og þjappa niður þann sjó sem í boði er. Opnum svo á enn betri aðstæður á morgunn.

19.01.2018 07:30

Snjór um víða veröld.

 

Snjór um víða veröld dagurinn (World Snow Day) verður haldinn hátíðlega á öllum helstu skíðasvæðum landsins sunnudaginn 21. janúar þar með talið í Stafdal.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða skíðasambandinu FIS eru nú staðfestir 435 viðburðir í 39 löndum í tengslum við "Snjór um víða veröld" daginn 21. janúar. Átakinu sem hrint var af stað árið 2007 er ætlað að hvetja til aukinnar skíðaiðkunar barna og unglinga. Þetta mun vera í sjöunda sinn sem haldinn er "Snjór um víða veröld" dagur en sá fyrsti var haldinn árið 2012.

Á skíðasvæðinu í Stafdal verður "Snjór um víða veröld" dagurinn haldinn hátíðlegur. Þar verður opið frá kl. 10.00 - 16.00 og frítt verður fyrir alla krakka í lyfturnar.  Brautir fyrir gesti skíðasvæðisins littla og stóra. Þessi viðburður "frábær leið til þess að draga fólk út í snjóinn og njóta alls þess sem hann hefur uppá að bjóða. Þetta er heilsueflandi fjölskylduáhugamál sem stuðlar að útivist, hreyfingu og samveru fyrir fólk á öllum aldri." Eftir hressandi stund í snjónum er svo kakó í boði í skálanum.

Upplýsingar um skíðasvæðið og skíðafæri er að finna á síðunni www.stafdalur.is og  á facebook.

14.01.2018 08:25

Sunnudagur 14-01-18

Stafdalur kl 08:25 
Hér er strekkings vindur þegar þetta er skrifað og á mörkum þess að hægt verði að opna. Verður spár gera hinsvegar ráð fyrir að heldur muni lægja og við vonum að það gangi eftir. Ég var að troða niður blautan snjó en það er að kólna og færið verður væntanlega dálítið hart. 

03.01.2018 08:01

Æfing og rúta

Það er æfing í dag miðvikudag kl 17-19 hjá Hafþóri.

Rúta fer frá íþróttahúsinu kl 16.20.

Framvegis verður rúta þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á þessum tímum. 

30.12.2017 16:00

30-12-2017

Takk fyrir frábæran dag í Stafdalnum sjáumst hress á nýju ári. opnun næst 02-01-2018 ef veður leyfir. 
Minnum á vetrarkorta tilboð til áramóta. 

Gleðilegt ár 

27.12.2017 19:44

Skíðaæfing fimmtudaginn 28. desember

Stefnum á skíðaæfingu fyrir hóp A & B frá kl. 14 - 16 fimmtudaginn 28. des ef veður leyfir. Biðjum alla um að fylgjast vel með opnun. 

 

Skíðaæfingar og annað sem snýr að iðkendum verður almennt bara auglýst á lokaðri Facebook-síðu sem heitir Skíðafélagið í Stafdal - iðkendur. Því biðjum við alla um að finna þá síðu. Um leið og æfingatafla tekur gildi verða æfingar á þeim dögum sem taflan segir til um og þær æfingar eru ekki auglýstar sérstaklega. Ef bæta þarf upp æfingar eða eitthvað sérstakt er í gangi að þá verður eins og áður sagði allt sett inn á lokuðu FB síðuna. 

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 693
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 606
Gestir í gær: 125
Samtals flettingar: 970948
Samtals gestir: 208163
Tölur uppfærðar: 25.2.2018 15:03:57