19.01.2018 07:30

Snjór um víða veröld.

 

Snjór um víða veröld dagurinn (World Snow Day) verður haldinn hátíðlega á öllum helstu skíðasvæðum landsins sunnudaginn 21. janúar þar með talið í Stafdal.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða skíðasambandinu FIS eru nú staðfestir 435 viðburðir í 39 löndum í tengslum við "Snjór um víða veröld" daginn 21. janúar. Átakinu sem hrint var af stað árið 2007 er ætlað að hvetja til aukinnar skíðaiðkunar barna og unglinga. Þetta mun vera í sjöunda sinn sem haldinn er "Snjór um víða veröld" dagur en sá fyrsti var haldinn árið 2012.

Á skíðasvæðinu í Stafdal verður "Snjór um víða veröld" dagurinn haldinn hátíðlegur. Þar verður opið frá kl. 10.00 - 16.00 og frítt verður fyrir alla krakka í lyfturnar.  Brautir fyrir gesti skíðasvæðisins littla og stóra. Þessi viðburður "frábær leið til þess að draga fólk út í snjóinn og njóta alls þess sem hann hefur uppá að bjóða. Þetta er heilsueflandi fjölskylduáhugamál sem stuðlar að útivist, hreyfingu og samveru fyrir fólk á öllum aldri." Eftir hressandi stund í snjónum er svo kakó í boði í skálanum.

Upplýsingar um skíðasvæðið og skíðafæri er að finna á síðunni www.stafdalur.is og  á facebook.
clockhere
Flettingar í dag: 234
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 316
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1069733
Samtals gestir: 227252
Tölur uppfærðar: 12.11.2018 18:43:14